Amnesty-samtökin segja Ísrela og Hizbollah hafa framið stríðsglæpi

Sakni Ali talar við son sinn Hassan Tahini á sjúkrahúsi …
Sakni Ali talar við son sinn Hassan Tahini á sjúkrahúsi í borginni Tyre í Líbanon í gær. Drengurinn særðist þegar klasasprengja Ísreala sprakk í þorpinu Aita Chaab. Reuters

Am­nesty In­ternati­onal mann­rétt­inda­sam­tök­in saka Ísra­els­stjórn um að hafa framið stríðsglæpi í Líb­anon og Hiz­bollah einnig. Sam­tök­in halda því fram að eyðilegg­ing á heim­il­um Líb­ana hafi verið „hluti af hernaðaráætl­un" Ísra­ela og krefjast þess nú að Sam­einuðu þjóðirn­ar rann­saki málið. Mark Re­gev, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Ísra­els, seg­ir stjórn lands­ins eng­in lög hafa brotið.

Re­gev seg­ir aðgerðir Ísra­ela í Líb­anon í fullu sam­ræmi við það sem ger­ist í stríðsátök­um og í sam­ræmi við alþjóðalög. „Ólíkt Hiz­bollah-sam­tök­un­um réðumst við ekki vilj­andi á líb­anska borg­ara. Þvert á móti reynd­um við að vera eins ná­kvæm­ir og mögu­legt var hvað varðar árás­ir á hryðju­verka­sam­tök­in Hiz­bollah," sagði Re­gev.

Am­nesty seg­ir 50% heim­ila hafa verið jöfnuð við jörðu í þorp­un­um Markaba og Qant­arah og 80% heim­ila í þorp­inu Tayya­bah. All­ar bygg­ing­ar í miðbæ bæj­ar­ins Bint Jbail séu í rúst eða mjög illa leikn­ar. Góðgerðarsam­tök­in Dona­tella Rovera segja sönn­un­ar­gögn til fyr­ir því að árás­ir hafi verið of harðar miðað við aðstæður. Am­nesty seg­ir ljóst að Hiz­bollah hafi líka framið stríðsglæpi. Frétta­vef­ur Sky seg­ir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert