Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða við skóla

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði sautján ára pilt fyrir glæfraakstur við einn af grunnskólum borgarinnar síðdegis í gær. Við umferðareftirlit lögreglunnar mældist pilturinn á 73 km hraða en iðulega er 30 km hámarkshraði við skólana.

Lögreglan segir, að pilturinn hafi fengið ökuréttindi í síðasta mánuði og hafi nú verið tekinn fyrir hraðakstur í þrígang. Eftir glæfraaksturinn sé ljóst að hann verður sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert