Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða við skóla

Lög­regl­an í Reykja­vík stöðvaði sautján ára pilt fyr­ir glæfra­akst­ur við einn af grunn­skól­um borg­ar­inn­ar síðdeg­is í gær. Við um­ferðareft­ir­lit lög­regl­unn­ar mæld­ist pilt­ur­inn á 73 km hraða en iðulega er 30 km há­marks­hraði við skól­ana.

Lög­regl­an seg­ir, að pilt­ur­inn hafi fengið öku­rétt­indi í síðasta mánuði og hafi nú verið tek­inn fyr­ir hraðakst­ur í þrígang. Eft­ir glæfra­akst­ur­inn sé ljóst að hann verður svipt­ur öku­rétt­ind­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert