Davíð segir umræðu um skýrslu vera vitleysu

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í samtali við Útvarpið, að umræða um skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings, um jarðlög á Kárahnjúkasvæðinu, væri vitleysa eins og tíðkist í pólitískri umræðu hérlendis.

Davíð sagist vera feginn að þurfa ekki að taka þátt í umræðunni og bætti við að það væri ekki hlutverk Alþingis að rannsaka jarðlög. Þá sagði hann, að þessi leyniskýrsla, sem svo væri nefnd, væri ekki leyndari en svo að hún sé komin út á bók.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert