Maður stunginn með hnífi í Reykjavík í nótt

Maður var stung­inn með hnífi í Reykja­vík í nótt, en að sögn lög­reglu var það lán í óláni að hann hlaut ekki mik­il meiðsl. At­b­urður­inn átti sér stað um tvöleytið í aust­ur­borg­inni og skömmu síðar náðist árás­armaður­inn skammt frá heim­ili sínu. Hann reyndi að flýja, en lög­reglu­menn hlupu hann uppi.

Árás­armaður­inn er í varðhaldi og verður yf­ir­heyrður síðar í dag og málið rann­sakað nán­ar. Ekki liggja enn fyr­ir upp­lýs­ing­ar um aðdrag­anda árás­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert