Unglingsstúlkur ógnuðu lögreglu í Reykjavík

Lög­regl­an í Reykja­vík hafði af­skipti af tveim­ur ung­lings­stúlk­um, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjöl­býl­is­húsi í borg­inni í gær­kvöld. Hvor­ug þeirra býr á um­rædd­um stað en íbú­ar húss­ins kvörtuðu sár­an und­an fram­ferði þeirra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

„Lög­regl­an hugðist koma stúlk­un­um til síns heima en þær brugðust ókvæða við og var þá afráðið að flytja þær á lög­reglu­stöð. Á leiðinni þangað hótuðu þær lög­reglu­mönn­um öllu illu og viðhöfðu sví­v­irðing­ar sem ekki er hægt að hafa eft­ir. Lög­reglu­menn eru ýmsu van­ir en þarna keyrði um þver­bak enda var munn­söfnuður stúlkn­anna óhugn­an­leg­ur. Í fram­hald­inu var haft sam­band við for­ráðamenn þeirra sem komu og sóttu stúlk­urn­ar," að því er seg­ir á vef lög­regl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert