The Who hefja Bandaríkjalegg tónleikaferðar sinnar um heiminn

Pete Townsend, gítarleikari The Who, og Roger Daltrey, söngvari hljómsveitarinnar, …
Pete Townsend, gítarleikari The Who, og Roger Daltrey, söngvari hljómsveitarinnar, í miklu stuði á tónleikum fyrr í sumar. Reuters

Gömlu kempurnar í The Who hófu Bandaríkjalegg sinn í gær í Philadelphiu en hljómsveitin er nú á sínu fyrsta tónleikaferðalagi um heiminn í 20 ár. Hljómsveitin, sem skaust á stjörnuhiminn árið 1965 með lögum eins og I Can´t Explain og My Generation, léku í tvo tíma í Wachovia tónleikahöllinni í gær.

Auk þess að leika stærstu smelli sína fyrir tónleikagesti þá léku þeir Pete Townsend og Roger Daltrey, eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar, lög af plötunni Endless Wire sem er væntanleg.

Þetta er fyrsta plata The Who með nýju efni frá árinu 1982, en þá gaf sveitin út plötuna It´s Hard.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka