Plútó heitir núna 134340

134340 og mánar þess þrír.
134340 og mánar þess þrír. Reuters

Ekki er nóg með að Plútó teljist ekki lengur reikistjarna, hann hefur líka verið sviptur nafninu, og heitir núna 134340, samkvæmt ákvörðun alþjóðlegu stjarnvísindasamtakanna í París í dag. Tungl Plútós, Charon, Nix og Hydra, hafa hlotið heitin 134340I, 134340II og 134340III. Áfram verður þó heimilt að nota heitið „134340 Plútó“.

Ekki eru allir stjörnufræðingar á eitt sáttir um að svipta Plútó reikistjörnutitlinum. Segja þeir ákvörðunina um það hafa verið tekna með ólýðræðislegum hætti. Á næsta ári er ætlunin að efna til ráðstefnu um nýja skilgreiningu á hugtakinu „reikistjarna“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert