Plútó heitir núna 134340

134340 og mánar þess þrír.
134340 og mánar þess þrír. Reuters

Ekki er nóg með að Plútó telj­ist ekki leng­ur reikistjarna, hann hef­ur líka verið svipt­ur nafn­inu, og heit­ir núna 134340, sam­kvæmt ákvörðun alþjóðlegu stjarn­vís­inda­sam­tak­anna í Par­ís í dag. Tungl Plútós, Charon, Nix og Hydra, hafa hlotið heit­in 134340I, 134340II og 134340III. Áfram verður þó heim­ilt að nota heitið „134340 Plútó“.

Ekki eru all­ir stjörnu­fræðing­ar á eitt sátt­ir um að svipta Plútó reiki­stjörnu­titl­in­um. Segja þeir ákvörðun­ina um það hafa verið tekna með ólýðræðis­leg­um hætti. Á næsta ári er ætl­un­in að efna til ráðstefnu um nýja skil­grein­ingu á hug­tak­inu „reikistjarna“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert