Sprengjuhótun hjá Alcoa á Reyðarfirði

Alcoa á Reyðarfirði barst sprengjuhótun í hádeginu í gegnum síma og var símtalið rekið til útlanda. Erna Indriðadóttir, fjölmiðlafulltrúi Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið hafi gert lögreglu aðvart í framhaldinu sem hafi tekið málið til rannsóknar. Engin sprengja fannst við leit á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka