CIA yfirheyrði 14 ára stúlku vegna „hótana“ í garð Bush

AP

Bandaríska leyniþjónustan, CIA, yfirheyrði 14 ára stúlku í Sacramento í Kaliforníu eftir að hún setti slagorð gegn George W. Bush forseta á vinsæla spjallsíðu á Netinu er nefnist MySpace, að því er dagblaðið Sacramento Bee greindi frá í dag. Leyniþjónustumenn kölluðu hana út úr líffræðitíma í skólanum hennar í Sacramento til að spyrja hana um „hótanirnar“.

Blaðið segir að stúlkan, Julia Wilson, hafi sett á MySpace klippiskopmynd af forsetanum með hníf í brjóstinu, og undir myndinni voru orðin „Drepið Bush“. Hafði hún sett ýmis fleiri slagorð gegn Bush á síðuna.

Fulltrúar leyniþjónustunnar fóru ásamt kollegum sínum frá heimavarnaráðuneytinu og töluðu við Wilson, en hún tjáði Sacramento Bee að hún hafi sagt fulltrúunum að hún væri bara alls ekki sammála stefnu Bush en hefði hreint ekki í hyggju að vinna honum nokkurt mein. „Ég er mjög friðsöm. Ég bara kann ekki vel við Bush,“ sagði Wilson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert