Allt gekk upp á æfingu sérsveitar ríkislögreglustjórans og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar í Hvalfirði í morgun. Æfingin gekk út á það að borist hefðu upplýsingar um að hryðjuverkamenn hefðu smíðað sprengju í húsnæði í Hvalfirði og var sprengjunni eytt og aðstæður tryggðar.
Það var þyrlusveit bandaríska herskipsins Wasp sem flutti íslensku sérsveitirnar uppeftir, ásamt fulltrúum fjölmiðla. Þyrla skipsins, Sikorsky Super-Stallion, er ein stærsta þyrla sem bandaríski herinn notar, og getur flutt allt að fimmtíu manns.