Sjálfbærir sorpbílar

Tveir nýir metanknúnir sorpbílar voru teknir í notkun í dag hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Eldsneytið sem bílarnir ganga fyrir er unnið úr sorpinu sem safnað er í borginni og má því segja að bílarnir séu sjálfbærir um eldsneyti, að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra skrifstofu neyslu og úrgangs hjá Umhverfissviði.

Nýju bílarnir eru vistvænni en sorpbílar með hefðbundnar díselvélar, og eru auk þess hljóðlátari, að því er Guðmundur segir. Þeir eru búnir sjálfvirkum, rafknúnum tunnulyftum sem eru hannaðar á Íslandi hjá Ecoprocess hf. Lyfturnar eru hraðvirkari en venjulegar tunnulyftur og valda minni hávaða og loftmengun.

Borgin rekur sorphirðu með tíu sorpbílum til söfnunar á heimilissorpi hjá borgarbúum. Stefnt er að því að endurnýja sorpbílana á næstu árum með metanknúnum bílum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert