30.000 myndbönd fjarlægð af YouTube

Stjórn­end­ur YouTu­be mynd­bandsvefjar­ins hafa fjar­lægt 30.000 mynd­bönd af vef sín­um sem ekki var heim­ilt að birta þar. Mynd­bönd­in eru eign jap­anskra sjón­varps­stöðva, kvik­mynda­fyr­ir­tækja og fleirri aðila. Höf­und­ar­rétt­ar­sam­tök í Jap­an staðfestu þetta og segja þetta aðeins fyrsta skrefið í löngu ferli þar sem enn eigi eft­ir að fara yfir ,,ótelj­andi" fjölda mynd­banda.

Google fyr­ir­tækið keypti YouTu­be fyr­ir skömmu fyr­ir 1,65 millj­arða doll­ara. Höf­und­ar­rétt­ar­sam­tök­in hafa farið þess á leit við YouTu­be að ekki verði sett efni frá japönsk­um skjól­stæðing­um þess varið höf­und­ar­rétti og að gæta þess að fólk sé ekki að sækja slíkt efni.

Sam­tök­in segja að ætl­un­in sé eng­an veg­inn að skemma fyr­ir starf­semi YouTu­be.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert