30.000 myndbönd fjarlægð af YouTube

Stjórnendur YouTube myndbandsvefjarins hafa fjarlægt 30.000 myndbönd af vef sínum sem ekki var heimilt að birta þar. Myndböndin eru eign japanskra sjónvarpsstöðva, kvikmyndafyrirtækja og fleirri aðila. Höfundarréttarsamtök í Japan staðfestu þetta og segja þetta aðeins fyrsta skrefið í löngu ferli þar sem enn eigi eftir að fara yfir ,,óteljandi" fjölda myndbanda.

Google fyrirtækið keypti YouTube fyrir skömmu fyrir 1,65 milljarða dollara. Höfundarréttarsamtökin hafa farið þess á leit við YouTube að ekki verði sett efni frá japönskum skjólstæðingum þess varið höfundarrétti og að gæta þess að fólk sé ekki að sækja slíkt efni.

Samtökin segja að ætlunin sé engan veginn að skemma fyrir starfsemi YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka