Vinnsla á fyrstu langreyðinni hafin

00:00
00:00

Fyrsti hval­ur­inn í tæpa tvo ára­tugi var skor­inn í hval­stöðinni und­ir há­degið í dag. Hval­ur 9 kom þangað um hálf tíu­leytið í morg­un með 68 feta langreyði sem veidd­ist langt úti af Snæ­fellsnesi um há­deg­is­bil í gær. Mik­ill mann­fjöldi tók á móti bátn­um í hval­stöðinni og fylgd­ist með er langreyðurin var dreg­in á landi og byrjað var að skera hana. Kjötið verður síðan flutt til frek­ari vinnslu í hraðfrystistöð HB Granda á Akra­nesi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert