Stjórnmálamönnum boðið í gönguferð um Ölkelduháls og Hverahlíðar

Frá Hellisheiði
Frá Hellisheiði mbl.is/ÞÖK

Opið bréf til Alþing­is­manna, borg­ar­full­trúa og annarra stjórn­mála­manna vegna Ölkeldu­háls og Hvera­hlíðar.

„Und­an­far­in miss­eri hafa mikl­ar fram­kvæmd­ir staðið yfir á Hengils­svæðinu. Þar reis­ir Orku­veita Reykja­vík­ur hverja gufu­afls­virkj­un­ina á fæt­ur ann­arri. Þrjár virkj­an­ir hafa þegar risið eða eru í bygg­ingu og tvær aðrar eru nú á teikni­borðinu eða komn­ar í um­hverf­is­mats­ferli. Það eru Ölkeldu­háls­virkj­un og Hvera­hlíðar­virkj­un.

Mik­ill jarðhiti er á þessu svæði en ófá­ir stjórn­mála­menn virðast ekki gera sér grein fyr­ir að Hengils­svæðið er eitt fjöl­breytt­asta og víðfeðmasta hvera­svæði lands­ins. Þar er hægt að upp­lifa stór­kost­lega fjöl­breytni mis­mun­andi hvera, allt frá skvett­andi vatns­hver­um með kís­ilút­fell­ing­um til bullandi leir­hvera. Á ein­um degi er unnt að sjá svo mikla fjöl­breytni að slíkt fyr­ir­finnst varla ann­ars staðar á Íslandi að frá­töldu Torfa­jök­uls­svæðinu og e.t.v. Kerl­ing­ar­fjöll­um. Verði af bygg­ingu virkj­un­ar á Ölkeldu­hálsi munu þau hvera­svæði sem enn eru ósnort­in af manna völd­um á Hengils­svæðinu skerðast veru­lega.

Eitt af því sem ein­kenndi fjöl­miðlaum­ræðu og kapp­ræður stjórn­mála­manna um Kára­hnúka­virkj­un var hversu lítt þekkt áhrifa­svæði virkj­un­ar­inn­ar var. Fáir vissu hverju stóð til að fórna. Íslensk­ir fjalla­leiðsögu­menn ótt­ast að hið sama verði raun­in um Hengils­svæðið. Íbúar stærsta þétt­býl­is lands­ins mega ekki horfa fram­hjá þessu gull­fal­lega svæði rétt við bæj­ar­dyrn­ar og stjórn­mála­menn verða að axla ábyrgð á vernd­un þess.

Við hjá Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um vilj­um leggja okk­ar að mörk­um til umræðunn­ar með því að bjóða þeim kjörnu full­trú­um sem málið varðar, alþing­is­mönn­um og borg­ar­full­trú­um ásamt full­trú­um Orku­veitu Reykja­vík­ur í kynn­is­ferðir um svæðið. Við höf­um skipu­lagt ferðir inn á Ölkeldu­háls og göngu­ferðir frá Nesja­völl­um yfir í Reykja­dali í mörg ár og vilj­um miðla af þekk­ingu okk­ar á svæðinu. Aðal­atriðið er að þegar kem­ur að því að veita virkj­ana­leyfi fyr­ir Ölkeldu­háls og Hvera­hlíð, verðið þið - kjörn­ir full­trú­ar okk­ar - ekki jafn illa upp­lýst­ir og reynd­in var þegar at­kvæði féllu á Alþingi um Kára­hnúka­stíflu og Hálslón; að þið hafið fyllstu upp­lýs­ing­ar um vernd­ar­gildi svæðis­ins.

Dag­ana 4, 5. og 6. nóv­em­ber bjóðum við ykk­ur í göngu­ferð um Ölkeldu­háls og ná­grenni. Lagt verður af stað frá BSÍ kl 13.00 og komið aft­ur í bæ­inn á milli 17.00 og 18.00 Vin­sam­lega látið undi­ritaðann vita um þátt­töku á ein­ar@mountaingui­de.is eða í síma 660 65 99. Henti þess­ir tím­ar ekki fyr­ir ein­hverja get­um við fundið ann­an tíma sem hent­ar bet­ur," að því er seg­ir í opnu bréfi frá Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um og Ein­ar Torfi Finns­son, einn eig­anda Íslenskra fjalla­leiðsögu­manna skrif­ar und­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert