Græn kona í stað karls

mbl.is/Ásdís

Bryn­dís Ísfold Hlöðvers­dótt­ir, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í mann­rétt­inda­nefnd, mun í dag leggja til á fundi mann­rétt­inda­nefnd­ar að sett verði upp göngu­ljós á fimm áber­andi stöðum í Reykja­vík þar sem gang­braut­ar­ljósið sýni konu en ekki karl eins og venja er.

Lagt er til að þessi ljós verði staðsett á horni Lækj­ar­götu og Banka­stræt­is, á Hring­braut við gatna­mót Bræðra­borg­ar­stígs, á horni Snorra­braut­ar og Lauga­vegs, í Æsu­felli við Fella­skóla og við Spöng­ina. Jafn­framt er þess farið á leit við Fram­kvæmdaráð að það kanni mögu­leika á því að setja upp slík ljós á fleiri stöðum t.d. við end­ur­nýj­un eldri gang­braut­ar­ljósa og við upp­setn­ingu nýrra, að því er seg­ir í til­lögu Bryn­dís­ar Ísfold­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka