Ísraelar skutu sjö Palestínumenn á Gaza í nótt

00:00
00:00

Ísra­elski her­inn skaut að minnsta kosti sjö Palestínu­menn til bana á Gaza­svæðinu í nótt, að því er fram kem­ur í frétta­skeyt­um.

Maður og kona sem kröfðust brott­hvarfs Ísra­ela frá bæn­um Beit Han­un voru drep­in, og önn­ur palestínsk kona er í dauðadái eft­ir að hún varð fyr­ir kúl­um ísra­elskra her­manna. Talskona Ísra­els­hers neit­ar því aft­ur á móti að skotið hafi verið á kon­ur á Norður-Gaza.

Alls hef­ur nú 21 Palestínumaður fallið fyr­ir ísra­elska hern­um síðan hann hóf inn­rás á Gaza, m.a. í Beit Han­un, að sögn í þeim til­gangi að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi eld­flauga­árás­ir þaðan inn í Ísra­el.

Í nótt voru fjór­ir liðsmenn Ham­as-sam­tak­anna felld­ir er Ísra­els­her gerði loft­árás á bíl þeirra í Gaza­borg, og sá fimmti féll fyr­ir kúl­um her­manna í Beit Han­un.

Palestínskar konur flýja undan skotum frá ísraelskum skriðdreka í Beit …
Palestínsk­ar kon­ur flýja und­an skot­um frá ísra­elsk­um skriðdreka í Beit Han­un í dag. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert