Ísraelar skutu sjö Palestínumenn á Gaza í nótt

Ísraelski herinn skaut að minnsta kosti sjö Palestínumenn til bana á Gazasvæðinu í nótt, að því er fram kemur í fréttaskeytum.

Maður og kona sem kröfðust brotthvarfs Ísraela frá bænum Beit Hanun voru drepin, og önnur palestínsk kona er í dauðadái eftir að hún varð fyrir kúlum ísraelskra hermanna. Talskona Ísraelshers neitar því aftur á móti að skotið hafi verið á konur á Norður-Gaza.

Alls hefur nú 21 Palestínumaður fallið fyrir ísraelska hernum síðan hann hóf innrás á Gaza, m.a. í Beit Hanun, að sögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir áframhaldandi eldflaugaárásir þaðan inn í Ísrael.

Í nótt voru fjórir liðsmenn Hamas-samtakanna felldir er Ísraelsher gerði loftárás á bíl þeirra í Gazaborg, og sá fimmti féll fyrir kúlum hermanna í Beit Hanun.

Palestínskar konur flýja undan skotum frá ísraelskum skriðdreka í Beit …
Palestínskar konur flýja undan skotum frá ísraelskum skriðdreka í Beit Hanun í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert