A380 flugvél æfir aðflug á Keflavíkurflugvelli

A380 flugvélin á flugi yfir Keflavíkurflugvelli í dag.
A380 flugvélin á flugi yfir Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Jón Pétur

Farþegaflugvél af gerðinni Airbus A380, sem er stærsta farþegaflugvél heims, hefur nú eftir hádegið verið á Keflavíkurflugvelli þar sem flugmenn hafa æft aðflug í hliðarvindi. Ljóst þótti í morgun, að veðurskilyrði á vellinum í dag yrðu ákjósanleg en vindhraðinn þar er nú 35-40 hnútar. Var því ákveðið að fljúga flugvélinni hingað til prófana en vélin er enn ekki komin í almenna framleiðslu og sölu.

Miðað er við að A380 flugvélarnar geti flutt 5-600 farþega og er farþegarými á tveimur hæðum. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir afhendingu fyrstu vélarinnar snemma á þessu ári, en ekki verður af því fyrr en í október á næsta ári í fyrsta lagi.

Vélin er 560 tonn. Þess má geta að Boeing 757 vél, sem er algengasta vélin á Keflavíkurflugvelli, vegur aðeins 99 tonn. 7 voru í áhöfn vélarinnar í dag, 2 flugmenn og 5 tæknimenn.

A380 flugvélin á Keflavíkurflugvelli í dag.
A380 flugvélin á Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert