Runólfur Ágústsson rektor segir upp

Runólfur Ágústsson.
Runólfur Ágústsson.

Run­ólf­ur Ágústs­son, rektor Há­skól­ans á Bif­röst hef­ur ákveðið að segja starfi sínu lausu frá og með 1. des­em­ber. Í yf­ir­lýs­ingu frá hon­um kem­ur fram að sá ófriður sem ríkt hef­ur í skóla­haldi á Bif­röst að und­an­förnu hef­ur truflað bæði nem­end­ur og starfs­fólk og að auki valdið skól­an­um sjálf­um skaða. „Enda þótt spjót­um sé beint að mér ein­um, og nán­ast ein­göngu vegna per­sónu­legra mála en ekki mál­efna skól­ans, bitn­ar þessi aðför einnig á fjöl­skyldu minni, nán­um vin­um og sam­starfs­mönn­um.

Ég hef und­an­far­in sjö ár gefið þess­um skóla allt mitt líf, all­an minn tíma og alla mína orku. Einka­líf mitt get ég hins veg­ar ekki gefið.

Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skól­ans frá og með 1. des­em­ber næst­kom­andi. Þetta geri ég þrátt fyr­ir að njóta óskoraðs stuðnings há­skóla­stjórn­ar til minna starfa, sem og há­skóla­sam­fé­lags­ins á Bif­röst.

Á fjöl­menn­um fundi í gær tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi und­ir at­kvæði nem­enda og starfs­fólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tóku af­stöðu. Mik­ill meiri­hluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mik­ils og er þakk­lát­ur fyr­ir. Átök­um inn­an skól­ans þarf hins veg­ar að linna taf­ar­laust svo skóla­hald geti orðið með eðli­leg­um hætti.

Ég lít hreyk­inn um öxl til þeirr­ar miklu upp­bygg­ing­ar sem átt hef­ur sér stað á Bif­röst í rektor­stíð minni. Ég óska starfs­fólki og nem­end­um skól­ans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Há­skól­inn á Bif­röst eigi eft­ir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Run­ólfs Ágústs­son­ar.

Skóla­fé­lagið þakk­ar Run­ólfi fyr­ir vel unn­in störf

Í yf­ir­lýs­ingu frá Skóla­fé­lagi Há­skól­ans á Bif­röst kem­ur fram að Skóla­fé­lag Há­skól­ans á Bif­röst vill þakka Run­ólfi Ágústs­syni störf hans í þágu sam­fé­lags­ins á Bif­röst.

„Run­ólf­ur hef­ur unnið óeig­ingjarnt og gott starf hér á Bif­röst og verður hans verk­um seint gleymt. Er ljóst að Run­ólfs verður minnst sem eins af frum­kvöðlum í há­skóla­starfi lands­ins.

Er það von Skóla­fé­lags­ins að friður og ró kom­ist á skólastarf hér á Bif­röst og lífið fari aft­ur í eðli­leg­ar horf­ur hið fyrsta.

Run­ólfi eru enn og aft­ur þökkuð störf hans og þátt­taka í upp­bygg­ingu Bifrast­ar."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert