Tekinn þrisvar fyrir þjófnað sama daginn

Karl­maður á fer­tugs­aldri var tek­inn þris­var fyr­ir þjófnað í versl­un­um í borg­inni í gær. Að sögn lög­reglu fór maður­inn fyrst ráns­hendi í versl­un­ar­miðstöð og stal varn­ingi frá tveim­ur fyr­ir­tækj­um en náðist og var flutt­ur á lög­reglu­stöð. Mann­in­um var síðan sleppt en hann var aft­ur hand­tek­inn nokkr­um klukku­tím­um síðar í versl­un í aust­ur­bæn­um. Þar hafði hann á nýj­an leik gerst sek­ur um þjófnað. Eft­ir þá ráns­ferð var maður­inn vistaður í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar í Reykja­vík.

Þá var tölvu, sím­um og fatnaði stolið úr þrem­ur skól­um borg­ar­inn­ar og við leik­skóla voru taska og sími tek­in úr bíl á meðan ökumaður­inn sótti barn sitt. Í út­hverfi var til­kynnt um þjófnað í tveim­ur mat­vöru­versl­un­um og í aust­ur­bæn­um reyndi karl­maður á þrítugs­aldri að kom­ast und­an með vör­ur sem hann hafði stolið. Sá var grip­inn á hlaup­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert