Japanskir vísindamenn hafa náð fyrstu greinilegu hreyfimyndunum af yfirborði sólarinnar, í hárri upplausn, en þær gætu leitt til nýrra uppgötvana um eðli sólarinnar. Það var Hinode gervihnötturinn sem tók myndirnar í svarthvítu og þær voru síðan litaðar. Um 5.500°C hiti er á yfirborði sólarinnar en utar er hitinn miklu meiri, eða 99.000°C. Ekkert eiginlegt yfirborð er á sólinni þar sem hún er gashnöttur.
Sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika og því er hún ekki öll jafnheit. ,,Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus," segir á Vísindavefnum.