Tekjur ríkisins af áfengissölu gætu aukist um milljarð

Lækkun virðisaukaskatts á áfengi úr 24,7% í sjö prósent mun skila ríkissjóði rúmum milljarði króna í hagnað. Á móti virðisaukaskattslækkuninni kemur hækkun á áfengisgjaldi, sem leiðir til umtalsverðra hækkana á verði mest seldu áfengistegunda. Áfengisgjaldið á að hækka um 58% til að vega upp á móti tekjutapi vegna lækkunar virðisaukaskattsins.

RÚV greinir frá þessu. Þótt einhverjar tegundir dýrari vína lækki má engu að síður gera ráð fyrir að ríkið auki árstekjur sínar af sölu vínbúðanna um rúman milljarð, verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert