Tala látinna eftir sjálfsvígsárásir í Bagdad í morgun er nú komin í 57 og særðir sagðir fleiri en 150. Tveir menn sprengdu sig og bíla sína í loft upp við Tayaran-torg í morgun en annar þeirra hafði lokkað fjölda verkamanna inn í bíl með loforðum um að veita þeim vinnu.
Þá sprengdi hann sig og bílinn í loft upp og um svipað leyti sprengdi annar maður smárútu í loft upp. Sjö lögreglumenn eru meðal hinna látnu. Sky segir frá þessu.