Menntaskólinn við Sund mótmælir lokun íþróttaaðstöðu

Mennta­skól­inn við Sund hef­ur sent Um­hverf­is­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar bréf þar sem brugðist er við ákvörðun um taf­ar­lausa lok­un íþróttaaðstöðu skól­ans. Þar er ákvörðun­inni harðlega mót­mælt og sagt að sú ákvörðun sé í engu sam­ræmi við til­efnið. Jafn­framt hef­ur vinnu­brögðum skoðun­araðila verið mót­mælt en yf­ir­völd skól­ans vissu ekki, að út­tekt hafi farið fram á íþrótta­hús­næðinu.

Á heimasíðu skól­ans seg­ir, að í bréf­inu til Um­hverf­is­sviðs sé jafn­framt bent á rang­færsl­ur og hrein ósann­indi í lok­un­ar­til­kynn­ing­unni en það hljóti að vera al­var­legt mál þar sem þau voru notuð til stuðnings ákvörðun­inni.

Mennta­skól­inn við Sund hef­ur boðið sviðstjóra Um­hverf­is­sviðs að koma og skoða stöðu hrein­læt­is­mála og ör­ygg­is­mála í íþróttaaðstöðunni. Seg­ir á heimasíðu skól­ans, að það boð hafi enn ekki verið þegið og verði íþróttaaðstaðan því lokuð að minnsta kosti þar til ein­hver viðbrögð komi frá Um­hverf­is­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert