Banaslys á Álftanesvegi í nótt

Frá vettvangi á Álftanesi í nótt.
Frá vettvangi á Álftanesi í nótt. mbl.is/Júlíus

Einn maður lést þegar bíll fór út af Álftanesvegi skömmu eftir miðnætti í nótt, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði.

Bifreiðinni var ekið vestur Álftanesveg og fór hún útaf hægra megin. Hún var á hvolfi þegar að var komið.

Ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, var einn í bifreiðinni. Hann var látinn er lögregla kom á staðinn.

Tilkynning um slysið barst lögreglu um stundarfjórðungi fyrir eitt í nótt. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni, en rannsókn á vettvangi stóð til um klukkan fjögur í nótt, að sögn lögreglunnar.

Nú hafa þrjátíu látið lífið í umferðarslysum það sem af er árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert