Banaslys á Álftanesvegi í nótt

Frá vettvangi á Álftanesi í nótt.
Frá vettvangi á Álftanesi í nótt. mbl.is/Júlíus

Einn maður lést þegar bíll fór út af Álfta­nes­vegi skömmu eft­ir miðnætti í nótt, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar í Hafnar­f­irði.

Bif­reiðinni var ekið vest­ur Álfta­nes­veg og fór hún útaf hægra meg­in. Hún var á hvolfi þegar að var komið.

Ökumaður­inn, karl­maður á þrítugs­aldri, var einn í bif­reiðinni. Hann var lát­inn er lög­regla kom á staðinn.

Til­kynn­ing um slysið barst lög­reglu um stund­ar­fjórðungi fyr­ir eitt í nótt. Til­drög slyss­ins eru til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni, en rann­sókn á vett­vangi stóð til um klukk­an fjög­ur í nótt, að sögn lög­regl­unn­ar.

Nú hafa þrjá­tíu látið lífið í um­ferðarslys­um það sem af er ár­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert