Tímaritið Time velur „borgara stafræna lýðveldisins“ mann ársins

Til ham­ingju. Þú hef­ur verið val­in(n) „maður árs­ins“ af tíma­rit­inu Time. Það eru reynd­ar all­ir „borg­ar­ar hins sta­f­ræna lýðveld­is“, sem orðið hafa fyr­ir val­inu að þessu sinni, það er að segja, all­ir sem nota Ver­ald­ar­vef­inn eða búa til efni á hann. Seg­ir tíma­ritið að á ár­inu hafi orðið sú ger­breyt­ing á vefn­um að það séu fyrst og fremst ein­stak­ling­ar, frem­ur en stofn­an­ir og fyr­ir­tæki, sem búi til efni á vef­inn.

„Ef ein­stak­ling­ur verður fyr­ir val­inu þarf að út­skýra með hvaða hætti hann hef­ur haft áhrif á líf millj­óna manna,“ seg­ir Rich­ard Steng­el, sem tók við stöðu rit­stjóra Time á þessu ári. „En ef millj­ón­ir manna verða fyr­ir val­inu þarf ekki að rétt­læta eitt né neitt.“

Tíma­ritið nefn­ir 26 manns sem „skipta máli“, allt frá Kim Jong-il, ein­ræðis­herra í Norður-Kór­eu, til Bene­dikts páfa, auk þeirra Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seta, Dicks Cheneys vara­for­seta og Don­alds Rums­felds, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra.

Steng­el seg­ir að ef ein­hver ein­stak­ling­ur hefði verið val­inn maður árs­ins hefði það lík­lega orðið Mahmoud Ahma­dinejad, for­seti Írans. „Mér fannst það bara ekki al­veg viðeig­andi að velja hann.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Time vel­ur ekki ein­stak­ling mann árs­ins. Árið 1966 var það kyn­slóðin 25 ára og yngri, 1975 voru það banda­rísk­ar kon­ur og 1982 var tölv­an maður árs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert