Sterk hefð í jólamáltíðum landsmanna

Það virðast ekki vera miklar tískusveiflur í jólamáltíðum landsmanna. Að sögn tveggja meðlima í íslenska kokkalandsliðinu fær fólk helst útrás fyrir sköpunargleðina í mismunandi meðlæti og forréttum en heldur sig við hamborgarhrygginn og hangikjötið á aðfangadag. Þeir Bjarni Gunnar Kristinsson og Ragnar Ómarsson yfirmatreiðslumeistarar sögðu í spjalli við Fréttavef Morgunblaðsins að léttleikinn sé nú í fyrirrúmi í jólamatseldinni og mæla þeir með ferskum aspas og óvenjulegum rótarávöxtum með aðalréttinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert