400 tonna flutningavél færðist til í vindi

Antonov-flutningaflugvélin, sem færðist til í vindhviðunum á Keflavíkurflugvelli.
Antonov-flutningaflugvélin, sem færðist til í vindhviðunum á Keflavíkurflugvelli. vf.is/Ellert

Aftakaveður hefur verið á Suðurnesjum í dag. Á Keflavíkurflugvelli mældust 30 metrar á sekúndu mestu vindhviðunum og færðist þar 400 tonna flutningavél, Antonov, til um 40 gráður. Öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands hefur verið aflýst fram á morgun vegna veðurs. Millilandaflug gengur hægt út af veðri, vél Icelandair bíður eftir því að leggja af stað til Minneapolis og annað flug verður í bið þar til lægir.

Þá hafa sól- og garðhús í einbýlishúsum orðið fyrir skemmdum í veðurofsanum og hafa ýmsir lausamunir orðið veðrinu að bráð. Á nýju iðnaðarsvæði í Helguvík fauk fjöldi þakplatna af nýbyggingu og talið að tjón sé töluvert en björgunarsveitarmenn unnu við að festa plöturnar.

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð að nýbyggingum ofarlega í bænum til að koma í veg fyrir tjón af völdum foks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka