Tugir tonna af olíu í sjóinn

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað í gær.
Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað í gær. mbl.is/ÞÖK
Eft­ir Árna Helga­son arni­helga­son@mbl.is

Davíð Eg­il­son, for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, seg­ir ljóst að um­tals­vert magn af olíu hafi farið í sjó­inn þegar skipið tók niðri en ekki sé unnt að gefa upp ná­kvæma tölu fyrr en dæl­ingu sé al­veg lokið.

"Það ligg­ur þó fyr­ir að af þess­um 17 tonn­um af dísi­lol­íu sem voru um borð voru að minnsta kosti 14 tonn í botntanki sem er það rif­inn að hverf­andi lík­ur eru á að olía sé í hon­um," seg­ir Davíð og bæt­ir við að sú olía hafi lekið út í sjó.

Hann seg­ir að botntank­ar skips­ins hafi rifnað við strandið og þá hafi eitt­hvað lekið út af olíu. Auk þess hafi streymt úr tönk­un­um á Þor­láks­messu þegar stór­straums­fjara var.

Hins veg­ar sé ekki unnt að segja til um hve mikið hafi lekið út þar sem eitt­hvað af ol­í­unni hafi farið yfir í lest­ina vegna ein­streym­is­loka sem sett­ir voru við tank­ana, en þegar sjór hækkaði lyft­ist vökvinn í tönk­un­um og barst í lest­ina.

Davíð tek­ur fram að þrátt fyr­ir lek­ann sjá­ist nán­ast ekk­ert af olíu á strönd­um og veður­ham­ur­inn virðist hafa brotið ol­í­una niður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert