Norðmenn hafa mestar áhyggjur af tímaskorti

Frá Ósló
Frá Ósló AP

Áhyggjur Norðmanna af lífsgæðum sínum fara vaxandi, og það sem veldur þeim mestum áhyggjum eru þættir er varða einkalíf þeirra. Samkvæmt nýlegri könnun hafa norskir karlar meiri áhyggjur en konur, og fólk á aldrinum 30-44 ára hefur mestar áhyggjur af því að hafa ekki nógu mikinn tíma fyrir fjölskylduna.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.

Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var af Norsk Respons fyrir Vesta Insurance og náði til um eitt þúsund fullorðinna Norðmanna, benda ennfremur til þess að því hærri tekjur sem fólk hafi því meiri áhyggjur hafi það af skorti á tíma til að vera með fjölskyldunni.

Áhyggjur af of mikilli vinnu eru algengari meðal þeirra sem vinna hjá hinu opinbera, og kváðust 59% opinberra starfsmanna er þátt tóku í könnuninni, hafa áhyggjur af því að of mikill tími fari í vinnuna, en 49% þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum.

Yngstu þátttakendurnir í könnuninni sögðust hafa mestar áhyggjur af því að deyja í umferðarslysum og af loftslagsbreytingum.

Per Fugelli, prófessor í heilsufélagsfræði, tjáir Aftenposten að þótt áhyggjur geti verið af hinu góða hafi fólk nú á dögum tilhneigingu til að hafa of miklar áhyggjur. Ástæðurnar fyrir því segir hann aðallega fjórar: Fréttir fjölmiðla af ýmsum málefnum séu ýktar, hefðbundinn starfsstöðugleiki og fjölskylduform hafi horfið, kröfurnar sem fólk geri hafi aukist og öryggistilfinningin sem trúin hafi veitt sé ekki lengur fyrir hendi í mörgum tilvikum.

„Við ættum að spenna greipar á hverju kvöldi og þakka Guði, Verkamannaflokknum og Norðursjávarolíunni fyrir að færa okkur allt á silfurfati. Við búum í öruggasta landi í heimi, á öruggustu tímum sögunnar og við þurfum að læra að njóta þessara gæða í staðinn fyrir að kveljast af óþarfa áhyggjum og ótta,“ sagði Fugelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler