Harður árekstur varð á mótum Kirkjubrautar og Víkurbrautar á Höfn í Hornafirði um klukkan hálf tvö í dag. Einn var í hvorum bíl en samkvæmt upplýsingum lögreglu urðu ekki meiðsl á fólki og má sennilega rekja það til notkunar öryggisbelta og þess að líknarbelgur sprakk út við áreksturinn. Annar bíllinn er hins vegar talinn ónýtur og hinn er töluvert skemmdur.