Harður árekstur á Höfn í Hornafirði

Harður árekstur varð á mótum Kirkjubrautar og Víkurbrautar á Höfn í Hornafirði um klukkan hálf tvö í dag. Einn var í hvorum bíl en samkvæmt upplýsingum lögreglu urðu ekki meiðsl á fólki og má sennilega rekja það til notkunar öryggisbelta og þess að líknarbelgur sprakk út við áreksturinn. Annar bíllinn er hins vegar talinn ónýtur og hinn er töluvert skemmdur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka