Ómar Ragnarsson valinn maður ársins af hlustendum Rásar 2

Ómar Ragnarsson er maður ársins að mati hlustenda Rásar 2.
Ómar Ragnarsson er maður ársins að mati hlustenda Rásar 2. mbl.is/Brynjar Gauti

Ómar Ragn­ars­son fréttamaður var val­in maður árs­ins af hlust­end­um Rás­ar 2 í dag, en hann hlaut fjórðung at­kvæða. Ómar vakti mikla at­hygli í ár eft­ir að hafa op­in­ber­lega lýst yfir and­stöðu við Kára­hnjúka­virkj­un nú í sept­em­ber sl. Þá stóð hann í fram­hald­inu m.a. fyr­ir fjöl­menn­um mót­mæla­fundi gegn Kára­hnjúka­virkj­un á Aust­ur­velli.

Ásta Lovísa Vil­hjálms­dótt­ir, ein­stæð þriggja barna móðir sem berst við erfið veik­indi, lenti í öðru sæti. Tón­list­armaður­inn Magni Ásgeirs­son, sem hélt vöku fyr­ir öll­um Íslend­ing­um á meðan hann keppti banda­ríska raun­veru­leikaþætt­in­um Rock Star Supernova í sum­ar, hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka