Fjórtán sæmdir fálkaorðunni í dag

Fjórtán Íslendingar voru sæmdir fálkaorðunni í dag.
Fjórtán Íslendingar voru sæmdir fálkaorðunni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra sem sæmdir voru riddarakrossi voru Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri og Helga Steffensen brúðuleikstjóri, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor.

Listinn í heild sinni fylgir hér á eftir:
1. Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og kvikmyndagerðar.
2. Bragi Þórðarson, bókaútgefandi, Akranesi, riddarakross fyrir störf að bókaútgáfu og æskulýðsmálum.
3. Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi upplýsinga- og safnamála.
4. Einar Stefánsson, prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og læknavísinda.
5. Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Selfossi, riddarakross fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu.
6. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir,kórstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og kóramenningar.
7. Helga Steffensen, brúðuleikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar.
8. Hermann Sigtryggsson, fv. æskulýðs- og íþróttafulltrúi, Akureyri, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum.
9. Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og vísinda.
10. Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastörf í fjölmiðlun.
11. Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til kynningar á íslenskum málefnum.
12. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, Bretlandi, riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi.
13. Sigurveig Hjaltested, söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu sönglistar og menningar.
14. Trausti Magnússon, fv. skipstjóri, Seyðisfirði, riddarakross fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi.

Fjórtán Íslendingar voru heiðraðir á Bessastöðum í dag.
Fjórtán Íslendingar voru heiðraðir á Bessastöðum í dag. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka