Fjórtán sæmdir fálkaorðunni í dag

Fjórtán Íslendingar voru sæmdir fálkaorðunni í dag.
Fjórtán Íslendingar voru sæmdir fálkaorðunni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sæmdi í dag við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum fjór­tán Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. Meðal þeirra sem sæmd­ir voru ridd­ara­krossi voru Baltas­ar Kor­mák­ur Baltas­ars­son leik­stjóri og Helga Stef­fen­sen brúðuleik­stjóri, Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur og at­hafnamaður og Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir há­skóla­rektor.

List­inn í heild sinni fylg­ir hér á eft­ir:
1. Baltas­ar Kor­mák­ur Baltas­ars­son, leik­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til leik­list­ar og kvik­mynda­gerðar.
2. Bragi Þórðar­son, bóka­út­gef­andi, Akra­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir störf að bóka­út­gáfu og æsku­lýðsmá­l­um.
3. Ein­ar Sig­urðsson, fv. lands­bóka­vörður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á vett­vangi upp­lýs­inga- og safna­mála.
4. Ein­ar Stef­áns­son, pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu mennt­un­ar og lækna­vís­inda.
5. Guðrún Jóns­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi, Sel­fossi, ridd­ara­kross fyr­ir frum­herja­störf í fé­lags­ráðgjöf og fram­lag til rétt­inda­bar­áttu.
6. Guðfinna Dóra Ólafs­dótt­ir,kór­stjóri, Garðabæ, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu tón­list­ar og kór­a­menn­ing­ar.
7. Helga Stef­fen­sen, brúðuleik­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til leik­list­ar og barna­menn­ing­ar.
8. Her­mann Sig­tryggs­son, fv. æsku­lýðs- og íþrótta­full­trúi, Ak­ur­eyri, ridd­ara­kross fyr­ir störf að æsku­lýðs- og íþrótta­mál­um.
9. Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, há­skóla­rektor, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu mennt­un­ar og vís­inda.
10. Mar­grét Indriðadótt­ir, fv. frétta­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir brautryðjenda­störf í fjöl­miðlun.
11. Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son, rit­höf­und­ur og at­hafnamaður, Banda­ríkj­un­um, ridd­ara­kross fyr­ir ritstörf og fram­lag til kynn­ing­ar á ís­lensk­um mál­efn­um.
12. Sig­urður Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður, Bretlandi, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu í út­rás ís­lenskr­ar fjár­mála­starf­semi.
13. Sig­ur­veig Hjaltested, söng­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu sönglist­ar og menn­ing­ar.
14. Trausti Magnús­son, fv. skip­stjóri, Seyðis­firði, ridd­ara­kross fyr­ir sjó­sókn og störf í sjáv­ar­út­vegi.

Fjórtán Íslendingar voru heiðraðir á Bessastöðum í dag.
Fjór­tán Íslend­ing­ar voru heiðraðir á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Brynj­ar Gauti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert