Hófdrykkja getur dregið úr hættu af völdum háþrýstings

mbl.is

Þeir sem hafa of háan blóðþrýsting þurfa ekki að neita sér algerlega um áfengi, og geta meira að segja notið góðs af hófdrykkju, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar.

Hættan á að menn með háþrýsting fengju hjartaáfall minnkaði ef þeir fengu sér einn eða tvo drykki á dag.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC, en niðurstöðurnar eru birtar í Annals of Internal Medicine.

En sérfræðingar ítreka að of mikil áfengisneysla geti hækkað blóðþrýsting, og að þessar niðurstöður megi ekki túlka sem hvatningu til drykkju.

11.711 karlmenn tóku þátt í rannsókninni, og í ljós kom að eitt eða tvö glös af bjór, léttvíni eða sterku víni minnkuðu hættuna á hjartaáfalli, jafnvel meðal þeirra þátttakenda sem höfðu of háan blóðþrýsting.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að áfengisneysla dregur úr hættunni á hjartaáfalli með því að auka magn „góðrar“ blóðfitu, og ef til vill einnig með því að þynna blóðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert