Lýst eftir árásarmönnum

Mynd úr eftirlitsmyndavél af mönnunum þremur, sem leitað er.
Mynd úr eftirlitsmyndavél af mönnunum þremur, sem leitað er.

Lög­regl­an í Reykja­vík leit­ar enn þriggja manna vegna mjög al­var­legr­ar lík­ams­árás­ar í Reykja­vík á ný­ársnótt en þre­menn­ing­arn­ir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kín­verska viðskipta­sendi­ráðið í Garðastræti 41. Hef­ur lög­regl­an sent frá sér mynd­ir af meint­um árás­ar­mönn­um og biður al­menn­ing um upp­lýs­ing­ar.

Lög­regl­an seg­ir, að árás­in virðist hafa verið al­gjör­lega til­efn­is­laus en þeir sem fyr­ir henni urðu misstu báðir meðvit­und. Engu að síður eru árás­ar­menn­irn­ir sagðir hafa sparkað ít­rekað í fórn­ar­lömb­in sem lágu hreyf­ing­ar­laus í göt­unni.

Ann­ar maður­inn, sem ráðist var á, höfuðkúpu­brotnaði og ligg­ur á sjúkra­húsi en hinn hef­ur verið út­skrifaður.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu biður þá sem hafa vitn­eskju um árás­ar­menn­ina að hafa sam­band í síma 444-1000.

Mennirnir þrír eru fremstir á myndinni.
Menn­irn­ir þrír eru fremst­ir á mynd­inni.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka