Lýst eftir árásarmönnum

Mynd úr eftirlitsmyndavél af mönnunum þremur, sem leitað er.
Mynd úr eftirlitsmyndavél af mönnunum þremur, sem leitað er.

Lögreglan í Reykjavík leitar enn þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt en þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 41. Hefur lögreglan sent frá sér myndir af meintum árásarmönnum og biður almenning um upplýsingar.

Lögreglan segir, að árásin virðist hafa verið algjörlega tilefnislaus en þeir sem fyrir henni urðu misstu báðir meðvitund. Engu að síður eru árásarmennirnir sagðir hafa sparkað ítrekað í fórnarlömbin sem lágu hreyfingarlaus í götunni.

Annar maðurinn, sem ráðist var á, höfuðkúpubrotnaði og liggur á sjúkrahúsi en hinn hefur verið útskrifaður.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður þá sem hafa vitneskju um árásarmennina að hafa samband í síma 444-1000.

Mennirnir þrír eru fremstir á myndinni.
Mennirnir þrír eru fremstir á myndinni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert