Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti nýlega á bloggi sínu, Veðurvaktinni, tíðarfarsspá fram í mars. Tíðindin í þeirri spá segir hann vera að horfur séu á heldur kaldara tíðarfari en undanfarna vetur.
Þriggja mánaða spár eru ekki gefnar út af Veðurstofu Íslands, en sú norska gefur út slíka spá og breska veðurstofan hefur lengi birt þær, segir Einar.