Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins

Magnús Þór Hafsteinsson lýstur varaformaður Frjálslynda flokksins. Guðjón A. Kristjánsson …
Magnús Þór Hafsteinsson lýstur varaformaður Frjálslynda flokksins. Guðjón A. Kristjánsson og Margrét Sverrisdóttir sitja við borðið. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Þór Haf­steins­son, alþing­ismaður var end­ur­kjör­inn vara­formaður Frjáls­lynda flokks­ins á lands­fundi í dag. Alls greiddu 687 manns at­kvæði í vara­for­manns­kjöri flokks­ins og þar af voru 683 gild. Magnús Þór fékk 369 at­kvæði eða 54% en Mar­grét Sverr­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri, fékk 314 at­kvæði eða 46%.

Magnús Þór sagði eft­ir kjörið, að þetta hefði verið hörð og spenn­andi bar­átta og vitað hefði verið fyr­ir­fram að hún yrði tví­sýn. Magnús sagði að nú vonaði hann að menn gætu horft fram á veg­inn og stefnt að því að vinna góðan sig­ur í kosn­ing­un­um í vor. Sagði hann Frjáls­lynda flokk­inn reiðubú­inn að tak­ast á við framtíðina.

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir sagði, að hún teldi sig geta gengið af fund­in­um stolt og keik því engu hefði munað í kjör­inu. Hún sagðist þó viður­kenna að niðurstaðan ylli sér von­brigðum og eins að þurfa hugs­an­lega að sjá á bak henn­ar góða flokki. Boðaði hún síðan stuðnings­fólk sitt til fund­ar á mánu­dag­inn klukk­an 18.

Mar­grét sagði aðspurð við blaðamenn eft­ir að niðurstaðan lá fyr­ir, að hún ætlaði að ræða málið við stuðnings­menn sína eft­ir helg­ina áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún starfaði áfram í flokkn­um, en hún hafði ekki viljað gefa yf­ir­lýs­ing­ar um það fyr­ir lands­fund­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert