Vara við einelti á spjallþræði með íslenskum tölvuleik

Eig­end­ur vefjar­ins leikjaland.is vilja vara við einelti og full­orðnum mönn­um sem reyna að fá ung börn til þess gefa upp msn-aðgangs­orð sín á opnu spjallsvæði ís­lensks teikni­leiks, Skissu", sem vísað er inn á af vefn­um leikjaland.is.

Að sögn Ingvars Þórs Gylfa­son­ar, ann­ars eig­anda leikjalands, hafa þeir sett upp viðvör­un á forsíðu Leikjalands vegna þessa og íhuga að taka út teng­ingu á Skissu.

Að sögn Ingvars Þórs kepp­ast not­end­ur Skissu um að teikna og giska á hvað teikn­ing­arn­ar eru og fá stig fyr­ir. Leikn­um er skipt upp í flokka þar sem má nefna: dýr, ís­lenska, tónlist og 6-8 ára.

Segja aðstand­end­ur Leikjalands að þeim hafi borist at­huga­semd­ir for­eldra sem hafa áhyggj­ur af því orðbragði og einelti sem á sér stund­um stað á opnu spjalli leiks­ins sem ætlað er fyr­ir not­end­ur á aldr­in­um 6-8 ára.

„Það ger­ist varla ein­fald­ara en að ger­ast not­andi og spila Skissu og býður leik­ur­inn því miður uppá svona mis­beit­ingu sem við höf­um fengið at­huga­semd­ir um."

Annað og mun al­var­legra mál sem teng­ist þess­um leik er að full­orðnir menn eru að stofna sér not­endaaðgang að leikn­um og bera sig síðan að börn­un­um með fyr­ir­spurn­um um not­end­a­nafn barna á msn svo eitt­hvað sé nefnt, segja aðstand­end­ur Leikjalands.

Vef­ur Leikjalands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert