„Gáfnahjól“ til höfuðs offitu barna

Menn leita nú nýrra leiða til að fá börn til að hreyfa sig, en offita barna er orðin alvarlegt vandamál á Vesturlöndum. Nýjasta leiðin er þrekhjól fyrir börn með tölvuleik áföstum, en leikurinn virkar hvetjandi á börnin og fær þau til að hjóla.

Sjónvarpsmaðurinn og þolfimikennarinn Richard Simmons kynnti þrekhjólið í New York á dögunum, en það er framleitt af leikfangafyrirtækinu Fisher-Price. Hjólið ber nafnið Smart Cycle, sem þýða mætti sem Gáfnahjól. Börnin eiga að læra af leiknum, þannig að þar sameinast hugarleikfimi við þá hefðbundnu. Gáfnahjólið er ætlað 3 til 6 ára börnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir