Listahópurinn Norðan Bál átti vinningstillöguna í samkeppni, sem Orkuveita Reykjavíkur stóð fyrir, um útilistaverk við Hellisheiðarvirkjun. Í sigurhugmyndinni felst að reistar verði sverar gagnsæjar pípur framan við stöðvarhúsið sem gufa og litað ljós leiki um og jafnframt gefi þær frá sér djúpa tóna.
Alls bárust 84 tillögur í samkeppninni og verða þær allar til sýnis í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur fram í síðari hluta marsmánaðar.
Hópinn Norðan Bál skipa Örn Alexandersson, Þorleifur Eggertsson, Skúli Rúnar Hilmarsson, Jósep Gíslason og Frosti Friðriksson.
Þrenn verðlaun voru veitt í dag og önnur verðlaun hlaut Brynhildur Þorgeirsdóttir fyrir verk sem hún nefnir Vegvísa og skírskotar til þjóðleiðarinnar sem áður lá um Hellisskarð ofan stöðvarhússins. Þriðju verðlaun hlaut Sigrún Ólafsdóttir fyrir verkið Snertingu.
Í dómnefnd sátu Auk Hauks sátu í dómnefnd fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur stjórnarmennirnir Haukur Leósson, Stefán Jón Hafstein og Gunnar Sigurðsson. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna og fulltrúar SÍM í nefndinni voru þær Harpa Þórsdóttir og Finna Birna Steinsson.