Sérfræðingur segir fullyrðingar um Jesú í nýrri heimildamynd tómt bull

Á fréttamannafundinum í New York í dag. Kisturnar eru sagðar …
Á fréttamannafundinum í New York í dag. Kisturnar eru sagðar hafa fundist í grafhvelfingunni í Jerúsalem. Reuters

Virt­ur ísra­elsk­ur forn­leifa­fræðing­ur sagði í dag að það væri tómt bull sem fram komi í nýrri heim­ild­ar­mynd eft­ir James Ca­meron að hinn raun­veru­legi greftr­un­arstaður Jesú sé fund­inn og að frels­ar­inn hafi átt son.

Mynd­in heit­ir The Lost Tomb of Jes­us og verður sýnd á Disco­very-sjón­varps­stöðinni á sunnu­dag­inn. Ca­meron gerði hana ásamt ísra­elska kvik­mynda­gerðar­mann­in­um Simcha Jaco­bovici og kynntu þeir mynd­ina á frétta­mann­fundi í New York í dag.

Í mynd­inni er sagt frá graf­hýsi sem fannst í Talpiot-hverf­inu í Jerúsalem 1980, en í henni voru tíu kist­ur. Á sum­ar þeirra voru skrifuð hebr­esku nöfn­in Yes­hu Ben Yoss­ef (Jesús son­ur Jós­efs), Yehuda Bar Yes­hu (Júda son­ur Jesú), Marta og Myriam (María), sem allt eru vel þekkt nöfn úr Nýja testa­ment­inu.

Ísra­elski forn­leifa­fræðing­ur­inn, pró­fess­or Amos Kloner, sem kannaði graf­hýsið fyr­ir rúm­um tíu árum og sagði það vera hvílustað efnaðrar gyðinga­fjöl­skyldu, full­yrðir að ekk­ert bendi til að þarna sé um að ræða gröf Jesú.

„Ég full­yrði að þarna sé um að ræða venju­lega graf­hvelf­ingu frá fyrstu öld fyr­ir Krist. Hver get­ur full­yrt að [þessi] „María“ sé Magðal­ena, og Júda sé son­ur Jesú? Það er ekki hægt að sanna þetta. Þetta voru mjög vin­sæl og al­geng nöfn á fyrstu öld fyr­ir Krist,“ seg­ir Kloner. Í 900 graf­hvelf­ing­um sem fund­ist hafi í grennd við gömlu borg­ina í Jerúsalem frá sama tíma­bili hafi nafnið Jesú, eða Yes­hu, fund­ist 71 sinni, og einnig hafi fund­ist „Jesú son­ur Jós­efs“.

Disco­very News seg­ir að nýj­ar vís­inda­leg­ar vís­bend­ing­ar, þ.á m. DNA-grein­ing sem gerð hafi verið á einni virt­ustu sam­einda­erfðafræðistofn­un heims, séu um að gröf­in kunni að hafa geymt jarðnesk­ar leyf­ar Jesú og fjöl­skyldu hans.

Kloner seg­ir þetta fá­rán­lega full­yrðingu og óger­legt að sanna. „Það þyrfti að gera DNA-rann­sókn til að at­huga hvort erfðaefnið í bein­un­um sem fund­ust í hell­in­um, sem sagt er að séu úr syni Jesú, passi við erfðaefnið í Guði!“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert