Nærri 94% landsmanna telja að miklu máli skipti að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar. Þá telur mikill meirihluti að íslenskar landbúnaðarvörur séu betri en erlendar og nærri 62% þjóðarinnar eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarvörur en innfluttar.
Þetta kom fram í ræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, við setningu Búnaðarþings í dag. Um er að ræða niðurstöður úr nýlegri könnun, sem Capacent - Gallup vann fyrir Bændasamtökin.
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi:
Yfirskrift Búnaðarþings er Sveit og borg - saman í starfi. Haraldur sagði, að skoðanakönnunin sýndi svo ekki yrði um villst, að sveitin og borgin ættu góða samleið.