Uppskriftabók framtíðarinnar á mbl.is

Nýir matreiðsluþættir hefja göngu sína á mbl.is á morgun, þeir fyrstu hér á landi sem framleiddir eru eingöngu fyrir netið. Það eru landsliðskokkarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Ragnar Ómarsson sem sjá um þættina, hugmyndin er þó ekki að sýna matreiðslufimleika, heldur verður áhersla lögð á góða og einfalda rétti.

Hollustan verður einnig í fyrirrúmi og verður m.a. matreitt fyrir yngstu kynslóðina og útbúið skólanesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert