Þjónusta við blind og sjónskert börn gagnrýnd á Alþingi

Fulltrúar blindrda og sjónskertra sátu á þingpöllum Alþingis í dag …
Fulltrúar blindrda og sjónskertra sátu á þingpöllum Alþingis í dag en rætt var um menntunarmál blindra og sjónskertra í upphafi þingfundar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í upphafi þingfundar í dag, að ekki hafi verið farið eftir tillögum starfshóps um að sett verði á fót þekkingarmiðstöð fyrir blind og sjónskert börn. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að foreldrar blindra og sjónskertra barna hefðu þurft að flýja land svo börn þeirra fengju viðunandi þjónustu í skólum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að mikill vilji væri innan kerfisins til að vinna að þessum málum en margir þyrftu að koma að þeim. Það hefði verið fagnaðarefni þegar menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sammæltust um að fjármagna þjónustu ráðgjafa. Sagði Þorgerður Katrín, að hún hefði ákveðið að skipa framkvæmdahóp til að koma þessum málum fram og vinna að stofnun þekkingarmiðstöðvar.

Þingmenn sögðu að ekki væri nóg að vísa til framkvæmdahópa heldur þyrfti að grípa til aðgerða og það strax. Þorgerður Katrín sagði, að einmitt væri verið að taka af skarið og kerfið yrði að laga sig að þörfunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka