Ragnar Ómarsson, landsliðskokkur, var fulltrúi Íslands og keppti fyrir hönd Evrópu í matreiðslukeppninni One World í Jóhannesborg í Suður-Afríku fyrr í vikunni. Hafnaði Ragnar í öðru sæti í keppninni, samkvæmt frétt á vefnum freisting.is.
Réttirnir, sem Ragnar eldaði í keppninni, eru nokkuð framandi, en aðalrétturinn er strútakjöt.