Ísbjarnarhúnninn sagður hafa valdið dauða pandabirnu

Knútur veifar til ljósmyndara.
Knútur veifar til ljósmyndara. Reuters

Óhætt er að segja að mikið hafi gegnið á kring um ís­bjarn­ar­hún­inn Knút frá því móðir hans, fyrr­um sirk­us­dýr í Aust­ur-Þýskalandi, hafnaði hon­um og hon­um var komið fyr­ir í dýrag­arðinum í Berlín. Nátt­úru­vernd­arsinn­ar kröfðust þess þá að nátt­úr­an fengi að hafa sinn gang og að húnn­inn yrði lát­inn deyja og nú hef­ur hann verið sakaður um að valda dauða panda­birn­unn­ar Yan Yan. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Times On­line.

Yan Yan, sem var gjöf kín­verskra yf­ir­valda til Helmut Kohl fyrr­um kansl­ara Þýska­lands, hafði verið vin­sæl­asta dýr dýrag­arðsins í Berlín uns Knút­ur kom til sög­unn­ar. Síðan þá hafa allt að 30.000 manns komið að skoða hann dag­lega og hafa marg­ir þeirra kíkt á Yan Yan í leiðinni. Sam­kvæmt heim­ild­um þýska blaðsins Bild reynd­ist öll þessi at­hygli panda­birn­unni ofviða. „Hún virt­ist óró­leg og óör­ugg,” seg­ir heim­ild­armaður blaðsins og bæt­ir því við að bein tengsl virðist vera á milli komu Knút­ar og dauða birn­unn­ar sem var 22 ára.

Heinrich Kloes, talsmaður dýrag­arðsins seg­ir Yan Yan ekki hafa sýnt nein merki um veik­indi áður en hún drapst en að enn eigi eft­ir að skera úr um það hver dánar­or­sök henn­ar hafi verið.

Ein­ung­is 1.600 villt­ir panda­birn­ir eru nú til í heim­in­um og á tíma­bili var mik­il von bund­in við það að hún myndi fæða hún. Yan Yan og björn­inn Bao Bao virt­ust hins veg­ar missa all­an áhuga eft­ir að hún missti fóst­ur árið 1997. Í kjöl­far þess var reynd tækni­frjóvg­un en allt kom fyr­ir ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert