Stórbruni í miðborginni

00:00
00:00

Mik­ill eld­ur er í hús­inu við Aust­ur­stræti 22, þar sem veit­ingastaður­inn Pra­vda er til húsa, og hef­ur eld­ur­inn nú einnig náð að breiðast í næsta hús á horni Aust­ur­stræt­is og Lækj­ar­götu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns mbl.is sem er á staðnum standa eld­tung­ur út um glugga horn­húss­ins. Þá hef­ur hann eft­ir lög­reglu að eld­ur­inn breiðist hratt út í átt að Iðuhús­inu og að vindátt sé mjög óhag­stæð. Reykkafar­ar hafa farið inn í hús­in og hef­ur slökkvilið sprautað miklu magni af vatni á þau. Mik­inn reyk legg­ur yfir miðborg Reykja­vík­ur og í átt að Hljóm­skálag­arðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert