Enginn hefur verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans vegna reykeitrunar vegna eldsvoða í húsum í Austurstræti og Lækjargötu. Um 70 slökkviliðsmenn sem kallaðir voru út um tvöleytið í dag, berjast enn við eldinn. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fékk aðstoð frá Slökkviliði Reykjanesbæjar.
Vitað er um gaskútageymslu á þaki eins hússins sem kviknaði í en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, var allt reynt til að kæla kútana og hefur það gengið vel.
Slökkvistarf gengur ágætlega en enn er ekki vitað um eldsupptök.