Sjóðandi heitt vatn fossar niður Laugaveg; einn fluttur á sjúkrahús með brunasár

Eins og sést á þessari mynd er skyggni lélegt á …
Eins og sést á þessari mynd er skyggni lélegt á Laugavegi sökum sjóðandi heitrar gufu sem stígur nú til himins eftir að heitavatnsæðin gaf sig. mbl.is/Heiðar Sumarliðason

Sjóðandi heitt vatn fossar nú niður Vitastíg og Laugaveg í miðborg Reykjavíkur eftir að heitavatnsæð gaf sig nú rétt fyrir kl. 22, n.t.t. við Vitastíg 12. Að sögn lögreglu eru menn á leiðinni á staðinn og er verið að undirbúa lokun á Laugavegi. Vegfarendur gerðu lögreglu og slökkviliði viðvart. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild með minniháttar brunasár. Starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur vinna nú að því að stöðva vatnslekann.

Laugavegur nú í kvöld.
Laugavegur nú í kvöld. mbl.is/Heiðar Sumarliðason
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Páll Einarsson: ?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert