Sekt fyrir að valda hneykslan á almannafæri

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 17 ára pilt í 30 þúsund króna sekt fyrir að valda hættu og hneykslan á almannafæri með því að sitja uppi í afturrúðu bíls sem ekið var um götu á Selfossi. Þá neitaði pilturinn að gefa lögreglu upp nafn sitt og kennitölu.

Pilturinn neitaði sök fyrir dómi en dómari taldi hafið yfir allan skynsamlegan vafa, að hann væri sannur að sök. Fram kom að pilturinn var ölvaður þegar þetta gerðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert